laugardagur, júlí 04, 2009

Tímamót

Merkilegur dagur í dag. Samkvæmt teljaranum á blogginu hjá Siggu er Daði Steinn orðinn 100 daga gamall í dag, ekki slæmt það. Annars eyddi hann deginum að mestu leyti í pössun, með hléum reyndar enda er mamma enn forðabúrið, vegna þess að við vorum í giftingarveislu hjá Tomma og Rúnu. Stutt og hnitmiðuð athöfn í kirkjunni og svo veisla eftir smáhlé niður í fjölbrautarskólanum.


Gaman að þessu en ég held að þið þarna úti þurfi ekkert að hafa áhyggjur af því að fá boðskort í giftinguna mína...

Að lokum eru fimm ár í dag síðan maður var staddur í Egilshöllinni, klístraður af svita frá toppi til táar á einhverjum þeim geðveikustu tónleikum sem ég hef farið á. Hélt í alvöru að það væru svona ca. 3 ár síðan en þau eru víst 5. Er það við hæfi að enda þennan pistil á smá stemmingu í takt við það, veit líka að Tommi er að fíla þetta.

1 ummæli:

Tommi sagði...

Takk æðislega fyrir okkur. Þetta var æði.