laugardagur, október 16, 2010

Í eitt sinn er allt fyrst

Daði Steinn var klipptur í fyrsta sinn í dag. Hausinn á honum var orðinn hálflufsulegur, sítt að aftan og lufsur að auki fyrir ofan eyrun.


Eins og hjá hinum eintökunum var það móðirin sem tók þetta verk að sér. Menn voru nú ekki alveg sáttir við þessar hrókeringar og báru sig á köflum frekar illa og létu þá vanlíðan alveg í ljós.


Það var nú samt talsvert annað að sjá höfuðið á barninu eftir þetta allt saman.


Það var ekki það eina sem drengurinn prófaði í fyrsta sinn í dag. Ég lét allt krepputal sem vind um eyru þjóta og keypti eina Ben & Jerry´s ísdollu á 998 kr um daginn.

Maður lifandi hvað við vorum að fíla Fudge Brownie ísinn.

Engin ummæli: