laugardagur, október 09, 2010

Svalasta 7an

Logi Snær var að keppa í fótbolta í dag. Hann stendur sig nokkuð vel í þessum pakka þótt ég eigi enn eftir að sjá hvernig hann kemur til með að fíla/höndla æfingar 3x í viku. Úrslitin voru ekkert að detta beint með mönnum en þeir náðu að böggla inn einu marki í þremur leikjum, 15 sekúndum fyrir leikslok í síðasta leik sem dugði til 1:0 sigur á móti Val og þá eru menn bara góðir.



Þetta hittist akkúrat á einhverja körfuboltahátíð hjá ÍR í Seljaskóla svo ég gat skutlað Ísaki Mána þangað áður en haldið var upp í Egilshöll og ég rétt náði svo síðustu troðslunni hjá nýja Kananum í troðslukeppninni þegar við komum til baka en það var einmitt síðasti dagskráliðurinn hjá körfuboltadeildinni.

Daði Steinn var ótrúlega góður þarna upp í Egilshöll enda menn búnir að vinna heimavinnuna sína og komu með að heiman pakka sem innihélt m.a. kleinur, banana og vatnsbrúsa. Og auðvitað eitt stykki fótbolta.

Konan? Núna er helgi að hausti. Að smala.

Engin ummæli: