föstudagur, október 08, 2010

Old boys ferilinn

Eigum við ekki halda utan um 30+ ferilinn, bara svona upp á djókið? Þetta eru vitaskuld bara þeir leikir sem ég tók þátt í, en ég missti af tveimur leikjum í sumar, einum sigri og einu tapi.

9 leikir: 3-0-6

31. maí Fífan
Breiðablik - Fylkir 5:0

3. júní Fylkisvöllur
Fylkir - Carl 2:5

8. júní Fylkisvöllur
Fylkir - KÍBV 3:4

10. júní Fylkisvöllur
Fylkir - Afturelding 0:1

14. júní Fylkisvöllur
Fylkir - Víkingur 1:5

24. ágúst Njarðvíkurvöllur
Njarðvík - Fylkir 2:5

8. september Risinn
FH - Fylkir 3:9

14. september Fylkisvöllur
Fylkir - ÍR 3:6

21. september Þróttaravöllur
Þróttur - Fylkir 2:5

Þetta fór heldur brösulega af stað en menn náðu að klára þetta með smá vott af sæmd þarna í lokin og enduðum í 8. sæti í 12 liða deild. Reyndar sá ég á netinu að búið var að þurrka út úrslitin hjá Carl og þá komum við út úr mótinu í 5. sæti af 11 liðum. Veit svo sem ekki hvað veldur, kannski er Carl ekki nógu mikið alvöru félag eða eitthvað slíkt. Niðurstaðan er frekar svipuð í báðum tilvikunum, miðjumoð.

Kjarninn voru gamlir Vatnsberar þannig að þetta voru nú engin ofboðsleg viðbrigði, nema kannski helst að spilað er 7-manna bolti á hálfum velli. Maður var fljótur að finna það að maður hefur ekkert í hitt lengur að gera, það er bara þannig. Þetta var sambærilegt Vatnsberunum að því leytinu til að við vorum ekkert að mæta með mikið af varamönnum í leiki, oftast vorum við bara nákvæmlega 7 sem mættum. Með aðeins stærri hóp hefði kannski verið hægt að snúa einhverjum af þessum tapleikjum í einhver úrslit. Það er alltaf næsta ár.

Engin ummæli: