„Má ég fara út í garð?“ gall í Loga Snæ núna seinni partinn. Ég svaraði því að það hlyti að vera í lagi en var að öðru leyti eitthvað annars hugar. Heyri svo þegar hurðinni er skellt aftur. Eftir smá stund fara rigningarhljóðin að vekja meiri athygli á sér og ég fer að spá hvort drengurinn hafi örugglega ekki farið í eitthvað utanyfir sig.
Mér brá smá þegar ég leit út í garð...
Samt sú staðreynd að í dag sé 16. október er nett rugl.
laugardagur, október 16, 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli