miðvikudagur, febrúar 09, 2011

Flökkusaga úr fjármálageiranum

Ungur maður fer inn í viðskiptabankann sinn og fær sér sæti hjá þjónustufulltrúa. Það fylgir nú ekki sögunni almenn staða hjá þessum manni, fjölskyldu- eða fjárhagsaðstæður nema það sem snýr beint að sögunni. Þessi maður tilkynnir þjónustufulltrúanum að hann eigi nokkra þúsundkalla inn á hefðbundnum reikningi og er að forvitnast hvort ekki sé hægt að ávaxta þetta á aðeins betri veg án þess að binda þetta eitthvað lengi, þetta er jú ekki há upphæð og svo gæti alltaf komið upp sú staða að maðurinn þyrfti að nota þessa peninga með stuttum fyrirvara. Hann segist gera sér grein fyrir því að aðstæðurnar eru ekki „2007“ en eitthvað skárra hlýtur að vera hægt að gera.

Þjónustufulltrúinn sýnir ekki nein svipbrigði þegar hann horfir á tölvuskjáinn. Unga manninum fannst þetta frekar þrúgandi og reynir að slaka á andrúmsloftinu og spyr hvort það sé kannski bara best að millifæra þetta beint á Steingrím og Jóhönnu og vera ekki í þessum blekkingarleik. Engin svipbrigði.

Tveir möguleikar eru slengdir framan í unga manninn. Einhver vaxtareikningur sem ber einhverja vexti. Hve mikla? 1.65%...
Hinn möguleikinn var ríkisskuldabréf. Ávöxtunin á því? Það sem af er ári er hún neikvæð um einhver tæp 2%.

Ísland? Allt í góðu hérna.

1 ummæli:

Villi sagði...

Kaupa kanadíska dollara - eina vitið.