sunnudagur, febrúar 13, 2011

Man Utd - Man City 2:1


Ég er búinn að fara þrisvar á Old Trafford og hef séð heimamenn mæta Derby, Portsmouth og Newcastle. Ég var búinn að lofa mér því að næst færi ég að sjá þá mæta einhverju af stærri liðunum og var ég kominn á það, fyrir einhverjum árum, að næsti leikur hjá mér yrði pottþétt United - City. Held að það sé líka dýrari týpa af stemmingu á þeim leik heldur en á mörgum öðrum.

Það minnkaði ekki áhuginn þegar maður sat heima í sófanum fyrir tveimur árum og horfði á Michael Owen setja sigurmarkið á móti City í 4:3 thrillernum, á 96. mínútu eða hvað það nú var. Maður hélt að þá dramantík væri ekki hægt að toppa. Tja, dramantíkin í gær var kannski ekki sú sama en þetta mark í gær frá Rooney var náttúrulega lyginni líkast. Þekki einn gaur í gegnum vinnuna sem fékk síðasta miðann sem íslenski klúbburinn á, þvílíkur lukkunnar pamfíll. Ég verð klárlega að fá ferðasöguna hjá honum eftir helgi.

Aldrei neitt öruggt um þetta, maður gæti svo lent í grútleiðinlegu tapi eða einhverju álíka en það er bara þannig.

En City verður það næst. Einhverntímann.

1 ummæli:

Tommi sagði...

Á ekkert að blogga um Roma - Shaktar?