Ég get ekki sagt að ég fái einhver verðlaun fyrir skilvirkt langtímaminni og get því illa sagt til hvort þetta sé betra, svipað eða verra með þann yngsta miðað við þá tvo fyrri. Held ég hafi einhverntímann sagt það að líklega muni maður frekar eftir því skemmtilega heldur en hinu.
En svona var ástandið um daginn þegar Daði Steinn var ekkert spes, með háan hita og einhverja flensuútgáfuna, slæmur af astma og svona til að uppfylla tékklistann þá bættist við þetta eyrnabólga frá helvíti. Allur svefn var því vel þeginn til að hvíla litla kroppa (og reyndar hina líka), hvort sem það var seinnipart dagsins á hörðu stofuparketinu eða við önnur tækifæri.
Hér sé stemming.
1 ummæli:
Æi greyið litla. Vonandi er heilsan orðin eitthvað betri.
Skrifa ummæli