sunnudagur, október 02, 2011

Íslandsmótið hið fyrsta

ÍR-ingar tóku sig til og héldu Íslandsmót í Stinger í gær. Hið fyrsta sinnar tegundar héldu þeir fram og ég hef ekkert undir höndum sem hrekur það. Án þess að ætla að fara djúpt í framgang leiksins þá er stinger körfuboltaskotleikur þar sem spilað er þangað til aðeins einn maður stendur eftir. Við Ísak og Logi mættum í Seljaskólann til að verða vitni af þessu en það fór nú þannig að Ísak Máni tók þátt í þessu fyrsta Íslandsmóti en mótið var öllum opið en Logi Snær var ekki alveg nógu kröftugur í þetta, þrátt fyrir að vera ágætlega öflugur í körfunni. Að kasta fullvaxta körfubolta í körfuna frá 3ja stiga línunni var fullmikið af því góða fyrir hann, hæfileiki sem var nauðsynlegur ef menn ætluðu að taka þátt. Ég ákvað að láta ekki reyna á mína hæfileika í þessum fræðum og sat frekar upp í stúku á meðan á þessu stóð.
Ísak Máni hékk nú eitthvað inni í þessu en varð að játa sig sigraðan á einhverjum tímapunkti þegar á keppnina var liðið. Ég tek nú ofan fyrir mönnum að hafa látið sér detta það í hug í fyrsta lagi að halda svona mót og svo að hafa hrundið þessu í framkvæmd. En það vantaði óneitanlega einhver alvöru fallbyssunöfn úr íslenska körfuboltanum, gömul og ný. Þarna voru nokkrir meistaraflokksmenn hjá ÍR en þær 2-3 þriggjastigaskyttur, aðallega frá Suðurnesjunum, sem maður var búinn að heyra að myndu mæta létu ekki sjá sig.
Kannski verður þetta meira á næsta ári, Ísak Máni ætlar a.m.k. að mæta og kannski verður Logi Snær farinn að drífa.

1 ummæli:

Tommi sagði...

Ætli Jóhanna hafi lesið alveg niðurúr?