mánudagur, júlí 02, 2012

Betra liðið vann

Það var fljótlega ljóst að þetta var ekki að fara gerast en mér fannst 4:0 kannski fullmikið af því góða.  Spánverjar voru svaðalega góðir en tek samt ofan af fyrir mínum mönnum fyrir að halda áfram að reyna.  En það var lítið að detta með þeim bláu og þegar 3ji varamaðurinn tognaði á læri fimm mínútum eftir að hann kom inná þá slokknaði sú litla von sem kannski, hugsanlega, mögulega var eftir og síðasti hálftíminn var ekki að gera mikið fyrir mig.

Ég get þó huggað mig við það að spænskur sigur þýddi að ég vann ekki EM pottinn niðri í vinnu, en ítalskur sigur hefði þýtt að ég hefði fengið 114 bjóra heim með mér.  Það hefði verið bölvað vesen að koma þeim fyrir hérna heima, endurraða í eldhússkápunum og svoleiðis.  Bara vesen.

Bitur?  Neibb, ekki þegar betra liðið vann.

1 ummæli:

Tommi sagði...

Ég hætti að horfa í stöðunni 2-0. Þurfti að halda áfram að safna kílómetrum á kílómetramælinn í bílnum. Við getum samt verið stoltir af okkar mönnum. Þeir stóðu sig vel