sunnudagur, júlí 01, 2012

Hálfnaður planki

Planki 1. júlí búinn og enn hefur ekki dottið út dagur hjá mér og Ísaki Mána á árinu 2012, 183 dagar búnir og 183 dagar eftir.  Við höfum haldið okkur við að planka í 2:05 mínútur en núna er þetta yfirleitt gert í einni lotu.  Ég get samt ekki sagt að þetta verði eitthvað léttara eða að manni finnist að maður sé að byggja upp eitthvað "plankaþol", þetta er alltaf jafn mikið helvíti.  Við höfum líka reynt að poppa þetta með einhverjum útfærslum, svipað eins og þessum -hérna-.  Það verður að segjast að þetta er ekki brjáluð fjölbreytni en það þýðir lítið annað en að reyna að klára þetta verkefni.  Spurning hvernig manni gengur að klára einn á dag í sumarfríinu, það verður bara að koma í ljós.

Engin ummæli: