fimmtudagur, júlí 12, 2012

Fyrsti í sumarfríi

Við Daði Steinn vorum að detta í frí í dag, hinir 3/5 eru búin að vera að chilla í einhvern tíma.  Bongóblíða þennan fyrsta frídag eins og hefur verið nánast í allt sumar og ég vona að þetta haldi eitthvað áfram.
Öllu liðinu sópað út í bíl í morgun og haldið upp á Akranes.  Tókum Langasand á þetta með tilheyrandi baðstrandarfílíng og fórum svo upp í skógræktina á svæðinu í nestisát, strandblak og almenna sólarsleikingu.  Héldum áfram í Grundarfjörð, skelltum lambakjöti og hamborgurum á kolagrillið í Smiðjustígnum um kvöldið, örugglega 40 gráður á pallinum í sólinni.  Röltum svo út á Grundarfjörð Stadium til að horfa á heimamenn flengja nágrannana úr Stykkishólmi 19:0.  Furðulegt en maður var með nettan kjánahroll megnið af leiknum og var svo eiginlega hálffúll að þeir hafi ekki náð 20 mörkunum.  En athyglistvert var þetta.
Hvað gerum við á morgun?  Ekki hugmynd.

Lífið er ljúft.

1 ummæli:

Villi sagði...

Tölfræðilega hlýtur 20-0 að vera innan skekkjumarka?