miðvikudagur, ágúst 08, 2012

Í bústað

Stoppuðum ekki lengi heima eftir Grundótúrinn, aftur var haldið vestur en núna hinumegin á nesið.  Fengum bústaðinn í Baulumýri lánaðan, eins og um þessa helgi verslunarmanna í fyrra líka.  Vorum lengur núna, fórum á miðvikudegi og vorum fram á sunnudag.  Þessi rjómablíða þegar við lögðum af stað, stoppuðum í sundi í Borgarnesi þar sem Daði Steinn tók eiginlega rennibrautarleiknina upp á næsta stig.  Hljóp hann sjálfur upp tröppurnar og lét sig flakka niður í hana sem telst líklega vera í miðju af styrkleika af þeim þremur möguleikum sem eru þar.  Niðri við brautarendann beið fulltrúi fjölskyldunnar og passaði að hann kæmist upp á bakkann aftur svo hann gæti farið aftur... og aftur... og aftur... og aftur. 
Ekki ský á himni á miðvikudegi og fimmtudegi.  Það var því léttklætt fólk sem spókaði sig á pallinum, hoppaði á trampolíninu, var í körfubolta, fór niður að strönd, kíkti í berjamó og sumir fóru í Hamraendalækinn eins og í fyrra nema núna var tekið aðeins dýpra í árina:


Fórum m.a. út að Hellnum og þaðan löbbuðu Sigga, Ísak Máni og Logi Snær yfir í Arnarstapa en við Daði Steinn fórnðum okkur í það að vera á bílnum.  Þess á milli var spilað Yatsy og horft á Ólympíuleikana, fínasti túr.  En eins og á þessum tímapunkti í fyrra þá er alvaran að detta aftur í gang.  Sem betur fer að einhverju leyti, það er víst ekki hægt að leika sér alla daga.

Logi Snær á leiðinni í gegnum gatið upp á toppinn á Hellnum
4/5 komnir upp
Ég bara góður niðri, það verður einhver að vera á myndavélinni

Engin ummæli: