þriðjudagur, ágúst 28, 2012

Endalok snuddunnar - lokakafli

Ég held að síðastu snuddunni sé allri lokið, vona að Daði Steinn sé búinn að leggja hana á hilluna eða hornið öllu heldur.  Af einhverjum ástæðum hefur þetta ekki orðið auðveldara með hverju eintakinu en ég fjallaði -HÉR- um endalok þessa fylgihlutar hjá Ísaki og Loga og svo nánar um endalokin hjá Loga -HÉR-.
Daði Steinn hefur notað snudduna lengst og það var smá vesen að losa hann við þetta.  Við tókum snudduna sem hann notaði í leikskólanum heim þegar hann fór í sumarfrí og stefndum á að koma ekki með hana aftur eftir frí.  Það gekk upp.  Við reyndum að skera á naflastrenginn þegar við vorum í Baulumýri í sumar en það var ekki alveg að virka.  Við ákváðum þó á "gleyma" þeim í Baulumýri en þegar heim var komið var Daði Steinn ekki sáttur og sem betur fer fyrir hann voru til varabirgðir heima sem hann var þó ásáttur við að nota bara þegar hann færi að sofa.
Sigga tók svo upp á því að ræða það að skila þeim sem eftir væru, í Húsdýragarðinum, við tækifæri.  Daði var alveg til umræðu um það og svo var látið reyna á það núna um helgina.  Hann tók sig til og hengdi þær á þar-til-gert horn án þess að vera mikið að velta því fyrir sér, mér fannst það ganga næstu því fullvel fyrir sig.  Hann er því búinn að fara að sofa núna í nokkrar nætur snuddulaus og án þess að vera nokkuð að biðja um gömlu vinkonuna.

Menn eru líklega bara tilbúnir þegar þeir eru tilbúnir.

Síðust tvær komnar á hornið

Engin ummæli: