mánudagur, ágúst 20, 2012

Hver gerir hvað?

Daði Steinn:  "Pabbi, hver byggði húsið okkar?"
Pabbinn:  "Það voru einhverjir karla ... og konur."
Daði Steinn:  "Konur!"
Pabbinn:  "Já, konur.  Geta þær ekki byggt hús?"
Daði Steinn:  "Þær eru bara að elda kjöt."

Maður er greinilega ekki alveg með þetta uppeldi á hreinu.  Það væri kannski hægt að fyrirgefa manni ef þetta væri frumburðurinn en þetta er víst 3ja eintakið.  Ekki gott.

3 ummæli:

Tommi sagði...

Hahahahaha snilld

Gulla sagði...

Hmmmm

Gulla sagði...

Þetta er nú fyndið í ljósi þess að hann hefur örugglega séð mömmu sína oftar við lagfæringar en pabba sinn :-)