laugardagur, september 29, 2012

30+ boltinn: Season III

Lét plata mig í bumbubolta með Fylki þriðja árið í röð.  Tók þetta eins og í fyrra, mætti ekki á nokkra einustu æfingu en alla þá leiki sem ég komst í.  Eitthvað róleg stemming yfir þessu á landsvísu, sjaldan eða aldrei færri lið í þessum 30+ flokki.  Við erum að tala um að ég missti bara af einum leik, sem þurfti auðvitað að vera sigurleikur og svo skilst mér að við höfum gefið síðasta leikinn.  Maður er ekki alveg að massa neina champion-tölfræði hérna, leikir sem undirritaður tók þátt í þetta sumarið:

4 leikir: 1-0-3

22. maí Fylkisvöllur 
Fylkir - Breiðablik/Augnablik 1:7

29. maí Kaplakrikavöllur 
FH - Fylkir 6:2

12. júní Fylkisvöllur
Fylkir - Fjölnir 13:1

4. september Fylkisvöllur
Fylkir - Afturelding 2:7


Heildarferillinn:
18 leikir: 5-0-13

Og enn ekki búinn að halda hreinu á ferlinum, þetta er hálfdapurt eitthvað.

Engin ummæli: