Það sannaðist það fornkveðna að yfirleitt er bara best að kippa plástrinum af hratt og örugglega frekar en að draga þetta eitthvað á langinn.
ÍR fór niður í 2. deild, eða C-deildina, í dag með 1:0 tapi í Ólafsvík en samt tvær umferðir eftir. Eftir þokkalega ásætanlega fyrri umferð þá hafa komið 9 tapleikir í röð með markatöluna 3:26 og þá á staðan ekkert að koma á óvart. Síðasti leikurinn sem var ekki tap var sigurleikur gegn hinu Breiðholtsliðinu þann 17. júlí. Sem er ömurlega lélegt, skrifandi þetta í fyrrihluta september.
Við erum að tala um líklega leiki næsta sumar, við KV (varalið KR), HK, Aftureldingu, Dalvík/Reynir, Njarðvík, Reynir S., Hamar, Gróttu, Sindra og Ægir, a.m.k. eins og staðan er núna. Með fullri virðingu fyrir allt og öllum þá drýpur nú ekki kynþokkinn af þessari upptalningu. Bara eins gott að liðið í póstnúmeri 111 verði þarna líka, aðra möguleika vil ég ekki hugsa út í.
Við erum að tala um að næsta sumar mun muna einni deild á ÍR og Grundarfirði. Hver hefði trúað því fyrir 2-3 árum?
laugardagur, september 08, 2012
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
ÍR verður bara að nota næsta ár til að taka sig saman í andlitinu og koma tvíefldir til baka. Mér sýnist liðið eiga mikið af ungum og efnilegum leikmönnum sem ættu að klára dæmið á næsta ári. 111 liðið mun örugglega leika sama leikinn og í fyrra...
The great escape er byrjaður hjá 111... Ég sé þá bjarga sér.
Skrifa ummæli