sunnudagur, desember 09, 2012

Íþrótt án snertingar

Jólahlaðborð með vinnunni minni fyrir rúmri viku, föstudagskvöld nánar tiltekið.  Mæting kl 19:00 og planið var svona:  Ísak Máni á körfuboltaæfingu til kl 19:00 í Breiðholtsskóla og átti að bruna heim strax eftir hana, þar átti að vera pizza klár fyrir gríslingana þrjá svo undirritaður og frú gætu þá hent sér út á meðan Ísak Máni hefði yfirumsjón yfir restinni af kvöldinu heima fyrir.

Allt hófst samkvæmt áætlun, ég og Logi Snær fóru og sóttum pizzuna á meðan Sigga var að græja sig.  Ég sá fram á að þetta myndi allt saman smella, yrði komin tímalega heim með pizzuna og gæti skellt mér í betri fötin, allt á flottum tíma.  Þegar ég er að leggja bílnum í stæðið heima með rjúkandi pizzuna fæ ég símtal.  Körfuboltaþjálfarinn hans Ísaks.  Drengurinn kominn með skurð á höfuðið og ég þarf að gera svo vel að sækja hann asap.  Logi Snær stökk inn með pizzuna á meðan ég skutlaðist eftir Ísaki.  Þegar upp í íþróttahús var komið beið blóðugur Ísak eftir mér.  Ég fékk þær útskýringar á málinu að þetta gæti gerst þegar vörn mætti sókn, í þessu tilfelli voru tveir aðilar með ólíka sýn á það í hvaða átt boltinn ætti að fara og þetta varð útkoman.  Eftir stutt mat á stöðunni var drengnum skrölt heim og inn á klósett fyrir frekara mat.  Ég sá fyrir mér föstudagskvöld á slysó með tilheyrandi stemmingu.  Matið leiddi hinsvegar af sér að meira um skeinu en skurð væri að ræða og ekki væri lengur að blæða, tilgangur vettfangsferðar upp á slysó væri því lítill.

Rót vandans
Það var því tekin sú ákvörðun um að halda upprunarlegu plani, foreldrarnir færu á jólahlaðborðið og Ísak Máni sæi um bræður sína í einhverja klukkutíma.

Það væri hægt að orða það þannig að áfengis- og skemmtanasjúkir foreldrarnir hefðu tekið ákvörðun um að láta ekkert stoppa sig, skítmixað höfuðumbúðir um sárið á drengnum örfáum mínútum áður en hann var settur yfir sem ábyrgðaraðili heimilisins.  Hann hafi síðan fengið sú fyrirmæli að hringja eftir aðstoð ef blóðið færi að frussast aftur úr hausnum á honum eða ef honum fyndist hann vera að missa meðvitund vegna höfðuáverkanna.  Ég vill meina að það væru stórlegar ýkjur.  Enda fór þetta allt vel og allir komu heilir út úr þessu.

Skál.

Barnapían klár

1 ummæli:

Jóhanna sagði...

Og á ekkert að fjalla um þátt hjúkrunarfræðings fjölskyldunar sem fékk það mikla verkefni að meta áverkann í gegnum sms skilaboð!! Hahahahahahaa....