mánudagur, desember 31, 2012

Plankaárinu lokið!

Ótrúlegt en satt þá hafðist þetta hjá mér og Ísaki Mána.  Plankaæfing á hverjum degi allt almanaksárið 2012 sem voru víst heilir 366 dagar.  Á hótelherbergi út í löndum, útilegu á Suðurlandinu, í Grundarfirði, í Baulumýri, á Suðureyri svo eitthvað sé nefnt, alltaf drullaðist maður til að klára þetta.  Svo til upprifjunar á þessu þá má sjá lýsingu á þessari æfingu hérna:


Það verður að segjast að það kom mér á óvart að mér fannst ég ekki mikið auka "plankaþolið" hjá mér, þetta var einhvern megin alltaf jafn erfitt.  Kannski það segi mér um líkamsþyngdina hjá mér en eitthvað annað.
Hvað næst?  Það verður a.m.k. ekki nein ein æfing sem verður gerð dagleg á næsta ári, þetta var orðið meiri kvöl en hitt undir lokin.  Og það verður enginn planki gerður á morgun, það er alveg á tæru.

Engin ummæli: