sunnudagur, janúar 01, 2006

Árið 2006 framundan

Jæja, 2006 gengið í garð. Við áttum fínt áramótakvöld uppí Mosó, fengum fínt að borða og gripum í spil á meðan var verið að bíða eftir Skaupinu. Skaupið var frekar slappt að mér fannst, ekki oft sem ég glotti yfir því. Svo var farið og skotið upp. Ég er alveg búinn að sjá að ég þarf að beita nýrri tækni að ári. Við vorum með einhvern fjölskyldupakka sem ég keypti og svo hafði Tommi gaukað að mér öðrum minni sem honum hafði áskotnast í vinnunni hjá sér þannig að við Ísak Máni voru að skjóta úr tveimur fjölskyldupökkum. GEISP... það var ekki að virka. Við vorum góðan klukkutíma að klára draslið í þessu, endalausar smáýlur, froskar og púðurkerlingar og hvað sem þetta heitir allt saman. Ég gat lítið notið þess sem aðrir voru að sprengja upp því ég var allaf með nefið ofan í kössunum okkar. Þannig á næsta ári verður alveg reynt eitthvað nýtt í flugeldamálum. Ég er reiðubúinn að eyða einhverjum krónum meira í staðinn ef við kaupum okkur bara 1 köku og 3-4 alvöru bombur og sleppum öllu hinu draslinu. Best að setja þetta í memóið svo hægt verði að ræða þetta við Ísak Mána í tíma fyrir næstu áramót.

Hvað er svo framundan á nýju ári?


Villi bróðir er að flytja aftur út til Namibíu, minnir að hann eigi flug þann 5. janúar þannig að hann ætti að vera að pakka niður þegar þessi orð eru skrifuð. Spurning hvernig fjölskyldulífið hjá þeim verður en við verðum bara að fylgjast með blogginu hans.

Inga er kíkja á klakann 6. janúar og verður einhverjar þrjár vikur á svæðinu áður en hún heldur aftur á vit danskra námsbóka. Ég er að fara niður í geymslu á morgun til að athuga hvort brettaskórnir séu ekki örugglega á sama stað og brettið.

Sigga er að fara í 4ra daga ferð til Svíþjóðar með Breiðholtsskóla bara núna í lok mánaðarins til að kynna sér sænskar kennsluaðferðir eða eitthvað þvíumlíkt.

Ef allt gengur upp þá á ég von á smá dæmi í vinnunni minni, líklega í byrjun mars, ekki orð um það meira í bili en vonandi síðar...

Utandeildin verður næsta sumar og þar ætla Vatnsberarnir að gera gott mót, takmarkið hlýtur að vera að gera betur en í fyrra sem var svona þokkalegt, ekki mikið meira. Ég er hins vegar búinn að sjá að ég verð að haga undirbúningstímabilinu eitthvað öðruvísi en í fyrra. Það er ekki nógu gaman að standa í þessu ef maður er í ömurlegu formi. Ekki misskilja mig, ég er ekki að koma hér með einhverjar svaka yfirlýsingar um bætt líferni á nýju ári en ljóst er þó að eitthvað þarf að gera, spurningu um að setja sér einhver hæfileg, raunhæf markmið.

Á ekki von á því að fjölskyldan í Eyjabakkanum fari til útlanda þetta sumarið en það verður eitthvað chillað þá í staðinn um fjöll og firnindi innanlands.

Jóhanna er að fara gifta sig þann 12. ágúst í Grundarfirði ef það er eitthvað að marka hana, þannig að maður þarf að taka daginn frá.

Spurning hvað næsti vetur ber svo í skauti sér, það verður eflaust eitthvað ótrúlega skemmtilegt en hvað það verður nákvæmlega mun koma í ljós.

Þetta er svona það helsta held ég, ef annað poppar upp þá verða fluttar fréttir af því um leið og það gerist.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Davíð kræst hvað er í gangi í vinnunni þinni. Verð að vita það verða vita verð verð verð verð verð
Hey come on annars sef ég ekkert í 2 mánuði. Varla viltu hafa það á samviskunni ha hummmmm

Davíð Hansson Wíum sagði...

Svona svona, þetta er ekkert merkilegt, trúðu mér.

Nafnlaus sagði...

Nú fyrst þetta er ekkert merkilegt þá hlýtur þú að getað sagt mér það ha hehehheehehe bíð spennt

sef illa

Nafnlaus sagði...

Þú áttir bara að gera eins og ég, ég kveikti bara bál og henti öllum pakkanum á bálið, náði mér svo í rafsuðuhjálm og horfði á draslið springa í loft upp. Reyndar kviknaði í 3 nálægum húsum þegar að rakettu flugu inn um gluggan en það er önnur saga...

Davíð Hansson Wíum sagði...

Humm, þetta er hugmynd.

Nafnlaus sagði...

hvernig er það er þetta áskorun á mig að koma með brettið með mér til Íslands????:-)

Davíð Hansson Wíum sagði...

Bíddu, bíddu, er það ekki það fyrsta sem fór niður í tösku???

Nafnlaus sagði...

það var allavega það fyrsta sem kom upp í hugann þegar byrjað var að hugsa hvað þarf að taka með til íslands...:-)