fimmtudagur, febrúar 09, 2006

London calling

Þá er konan komin heim frá útlöndum en nú er víst komið að öðrum aðila á heimilinu. Hérna var ég einu sinni að ýja að einhverju sem væri framundan í mars, án þess að fara nánar út í það. Féll það í grýttan jarðveg hjá háværum minnihluta, nefni engin nöfn en... æi, jú það var Jóhanna systir. Hvað um það, ástæðan fyrir því að ég var ekkert að tala of mikið um þetta var einfaldlega vegna þess að þetta var ekki ákveðið. En nú er þetta sem sagt ákveðið. Ég er að fara í vinnuferð til London. Þetta átti að verða í mars en breyttist aðeins og því er það miðvikudagurinn 22. febrúar sem ég fer út og kem svo heim á sunnudeginum 26. febrúar. Við erum að fara 5 manna hópur að heimsækja höfuðstöðvar Unilever í Bretlandi, fyrirtæki sem tengist m.a. vörumerkjum eins og Dove, Lux, Pot Noodle, Slim-Fast, Cif og Bertolli svo einhver séu nefnd. Ég er ekki búinn að fá neina endanlega lýsingu á ferðalaginu en mér skilst að við séum að fara út seinnipartinn á miðvikudegi, fundarhöld á fimmtudeginum, búðarráp á föstudeginum (þ.e. helstu matvælabúðir), chill á laugardeginum og heim á sunnudeginum. Maður er nokkuð spenntur yfir þessu, það verður gaman að heyra og sjá hvað þessir kappar þarna úti hafa að segja okkur.

Loksins getur maður ráfað inni í matvörubúðum í útlöndum án þess að skammast sín eitthvað. Konan heldur stundum að ég sé orðinn klikkaður þegar ég ráfa um hillurekkana í matvörubúðum þegar við erum erlendis, skoðandi hin og þessi vörumerki, hún hefur ekki þolinmæði í svoleiðis. Nú er sem sagt hægt að taka það með trompi. Gaman að sjá þessar vörur sem við erum að vinna með alla daga í öðru umhverfi.

Þetta chill sem ég nefndi á laugardeginum verður aðallega heimsókn á Stamford Bridge, heimavöll Chelsea. Þeir eiga að spila við Portsmouth þennan dag og við erum komnir með miða á leikinn. Samkvæmt mínum upplýsingum erum við í West Stand og útsýnið ætti að vera eitthvað svona:



Flott að nýta tækifærið fyrst maður er í London og komast á leik, það verður gaman að sjá Brúnna, ég hef bara komið á Old Trafford, en ég reikna með að verða rólegur í Chelsea búðinni. Synirnir fá a.m.k. ekkert þaðan, það er á hreinu. Ekki konan heldur.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú hefðir nú getað sagt mér frá þessu. Ég hefði sko ekki minnst á þetta aftur..... En hey fyrst þú verður í útlöndum á afmælinu mínu þá ættir þú að skála fyrir mér. ó já mér finnst það sko ..... Já og svo M&M í fríhöfninni.

Nafnlaus sagði...

Taktu með þér íslenskt hrossatað í poka og grýttu þessar Chelsea hórur. So what þó að þú fáir ævilangt bann frá Stamford Bridge, þú átt hvort eð er ekkert eftir að fara þangað aftur.

Nafnlaus sagði...

Ég segi bara góða skemmtun. Verst að þetta verður akkurat sömu helgi og ég er að koma heim, það verður heldur ekki mikill tími hjá mér fyrir margar heimsóknir en við sjáumst bara í sumar:-)