þriðjudagur, febrúar 21, 2006

London í fyrramálið

Jæja góðir hálsar. Þá er komið að því, vinnuferðin til London hefst í bítið. Við förum í loftið kl 9:00 þannig að maður þarf ekkert að rífa sig upp um miðja nótt, þetta er bara svona spinning-vöknunartími. Þetta er búið að vera smá hausverkur, ég var eins og eitt spurningarmerki þegar ég stóð fyrir framan fataskápinn minn og skimaði eftir "snyrtilegum klæðnaði vegna fundarhalda í Bretlandi." Óttalegur grænjaxl í þessu. Held að þetta reddist nú allt saman.

Lítið við þetta að bæta í bili, á ekki von á miklum bloggfærslum í ferðinni, maður veit ekki alveg hvað maður er að fara út í. Í versta falli kemur ferðasagan hérna fljótlega eftir helgi.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Góða skemmtun kæri bróðir

Nafnlaus sagði...

Passaðu þig bara á McDónalds, ég er enn að ná þessu eitri úr líkamanum eftir síðustu ferð.... úff