föstudagur, febrúar 03, 2006

Stórir strákar fá raflost og síðan sennilega feitan reikning

Fjórir einstæðingsdagar komnir. So far so good eins og einhver hefði sagt. Geðheilsa allra íbúanna er stöðug. Sem er gott.

Þrír rafmagnsframkvæmdardagar komnir. Þreytt maður. En búið sem betur fer. Þessir rúmlega tveir dagar fyrir einn mann urðu að tæplega þremur dögum þar sem þeir voru meginhluta tímans tveir að störfum. Ég held ég sitji þegar ég kíki á upphæðina á reikningnum, kannski spurning um að liggja bara. Þetta verður eitthvað fyrir allan peninginn. En hey, núna er ég kominn með straumvarnarþjöppu í töfluna hjá mér, eða hvað sem þetta hét og nýja rofa í kofanum og allt jarðtengt. Gúndi blaðraði út í eitt og ég reyndi að gera mitt til að sýna smá áhuga á öllu nýja stöffinu sem tengdist rafmagni, innstungum og millistykkjum. Var reyndar farið að líða illa þegar karlinn var farinn að grafa upp einhverja bandara. Veit núna að ADSL stendur fyrir aðeins dýrari símalína og ISDN þýðir It still does nothing...

Þá er bara að þrífa eftir þessi ósköp, þvílíkt ryk og viðbjóður sem þessu fylgdi. Ég næ þessu bara ekki, það er ekki eins og ég hafi verið að brjóta niður vegg í íbúðinni en það mætti halda það á köflum. Svo verður einhver spaslvinna á eftir í kringum eitthvað af dósunum. Hinkrum með það, sjáum hvað betri helmingurinn segir, það þarf örugglega hvort sem er að mála eitthvað og svona. Ég verð bara þreyttur af tilhugsununni.

Drengirnir mínir hafa verði ótrúlega duglegir í gegnum þetta, matartíminn hefur iðulega riðlast eitthvað þessa daga sökum framkvæmda og svo hefur verið misjafnt hversu mikið hægt hefur verið að nota rafmagnstæki.

Geisp, fótboltamót á morgun upp í Mosó, nenni því varla. Guðrún ætlar að koma og passa fyrir mig, spurning um að dobbla hana til að færa restina af húsgögnunum á sinn stað og þrífa aðeins... varla.

Jæja, best að fara að gera eitthvað í málunum, skápurinn í stofunni færir sig víst ekki sjálfur.

Engin ummæli: