mánudagur, október 30, 2006

Fríða og dýrið

Ég er heilt yfir sáttur með vinnuna mína. Auðvitað eru dagarnir mismunandi eins og gengur og gerist en almennt er ég sáttur. Maður fæst við hin ýmsu verkefni og sum eru athyglisverðari en önnur. Sum eru líka furðulegri en önnur. Fór á fund um daginn og spjallaði þar við móðir fráfarandi alheimsfegurðardrottningar og sjálf er hún fyrrverandi fegurðardrottning og telst vera rúmlega yfir meðallagi á augnkonfektaskalanum.

Meðal þeirra orða sem við notuðum á þessum fundi voru:

Blautklútar
Vaselín
Bómullarskifur
Húðhreinsun
Handáburður
Augnfarðahreinsir

Þegar ég kom út af fundinum hugsaði ég bara: "Hvað var þetta?"

Sáttur með vinnuna.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

WTF

Nafnlaus sagði...

Já, er ekki bara spennandi að fá smá innsýn inn í veröld kvenna og hvað er mikilvægt að eiga í handtöskunni????

Nafnlaus sagði...

Hey næst skaltu spyrja um vaxmeðferðir og bjóða þig fram í prufur hahhahha