þriðjudagur, október 03, 2006

Manchesterferðin mikla

Þá eru menn komnir heim eftir Manchesterhelgarferðina miklu. Eitt orð: Snilld!

Fórum út á föstudeginum, og lentum þá um kvöldið í Manchester. Lítið gert annað en að koma sér á hótelið og fá sér að éta, Hard Rock varð fyrir valinu.

Laugardagurinn var tekinn ágætlega snemma, egg og beikon í morgunmat (hvað annað?) en svo var ákveðið að fara á Old Trafford og kíkja á Megastore-ið og versla. Fyrir þá sem ekki vita er dauðadæmt að ætla að versla þarna á leikdegi, við erum að tala um að það er hleypt inn í hollum. Versluðum aðeins þar eins og lög gera ráð fyrir. Svolítið fúll með það að á meðan ég var að bíða eftir Tomma fyrir utan þá labbaði sjálfur Carlos Queiroz, aðstoðarþjálfari Man Utd, út úr búðinni en þar sem ég var akkúrat að horfa í einhverja aðra átt þá sá ég varla nema rétt baksvipinn af honum þegar hann þrammaði í hina áttina, það hefði ekki verið leiðinlegt að eiga mynd af sér með karlinum. Röltum svo yfir í verkamannamollið þarna hinum megin við, enda vanir Manchester menn á ferð sem þekkja orðið borgina eins og handarbakið á sér. Komum reyndar við í einhverju hersafni sem er þarna við, allt í góðu með það en ekki eins flott og safnið í London. Skrölltum síðan inn á pöbb þarna við Old Trafford, Bishop Blaize, og drukkum þar ótæpilega af bjór næstu tíma. Segir síðan lítið af ferðum tvímenninganna fyrr en morguninn eftir.

Sunnudagurinn var leikdagur þegar strákarnir frá Newcastle mættu á svæðið og því lítið annað sem var gert en að snúast í kringum það. Vorum komnir snemma á leikvanginn og dunduðum okkur þar. Vorum aðeins of seinir til að sjá leikmennina koma en náðum restinni af þeim, sáum O´Shea, Ferdinand og Saha mæta á svæðið. Vissum ekki hvert við ætluðum þegar við fórum að leita að sætunum okkar á vellinum og fundu þau, í 7. röð frá vellinum. Sást í kjölfarið til tveggja Íslendinga sem féllust í faðma og grétu af gleði. Leikurinn var æðislegur, bara eitt lið á vellinu, 2:0 ásamt 3 stangarskotum, Ole Gunnar með fyrstu mörkin á Old Trafford síðan 2003 og áfram héldu Íslendingarnir tveir að gráta af gleði, þetta var bara of gott til að vera satt. Chill um kvöldið, einhver ömurleg Superman Returns mynd sem við héldum að væri eitthvað ýkt 3-D dæmi en þurftum bara að nota þessi Imax gleraugu í 10 mínútur á meðan restin var nánast bara eitthvað vasaklútadæmi.

Mánudagur, röltdagur dauðans. Tjékkuðum okkur út fyrir hádegi og við tók rölt um miðbæ Manchester á meðan við biðum eftir kvöldinu enda flugið ekki fyrr en kl. 22 um kvöldið. Þetta var langt en samt bara drullufínt. Rákumst á hljómsveitina Disturbed sem var að árita diska og smellti maður sér á eintak þótt maður teljist nú ekki vera neinn fan.

Niðurstaða ferðarinnar: Snilld!

Manchester... þangað til næst

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Snilld snilld snilld og aftur snilld