föstudagur, október 13, 2006

Meira rokk og ról

Ég verslaði mér nokkra diska í Manchester, annað ekki hægt þegar hægt er að fá fína diska á einhver 5 pund, innan við 700 kr. Meðal þess sem ég keypti mér var einhver collection diskur með Dio. Það hafði alltaf verið planið að kaupa safndisk með karlinum og þegar ég sá þennan í HMV var aldrei spurning um annað en að slá til. Ég var ekki alveg klár á hverju ég átti von á, þekkti nokkur lög með kappanum en síðan kom í ljós að þetta var bara rosalega solid dæmi. Þessa dagana er Dio blastaður á góðum hljóðstyrk í Puffy, mér til mikillar gleði. Ég er kominn á þá skoðun að Ronnie James Dio sé einfaldlega snillingur. Ég fór meira að segja inn á www.youtube.com og fann myndbandið við Rock and roll children. Flashback dauðans maður lifandi. Þetta myndband var á einhverju VHS spólu sem Tommi frændi átti og við horfðum talsvert á í Grundarfirði en á henni voru hellingur af myndböndum með hinum ýmsu rokk og ról böndum. Alla vega, ég gróf þetta upp, njótið vel því þetta er bara snilld:


6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Dio er algert æði, bestu tónleikar sem að ég hef séð.....

Nafnlaus sagði...

Hei, manstu eftir... Climbing the Wall, standing on the edge. Man ekki hvað flytjandinn heitir. Upplýstu mig.

Davíð Hansson Wíum sagði...

Kommon, þetta var eftirminnilegasta bandið sem var spólunni, Wratchild America. Minnir að hin lögin hafi heitið "I spy" og "Surrounded by idiots". Hef aldrei fyrr eða síðar heyrt nokkuð um þetta band en það er á stefnuskránni að verða sér út um eitthvað af þessu efni.

Nafnlaus sagði...

Djöfull ertu langt leiddur... lumarðu á þessari spólu einhversstaðar???

Nafnlaus sagði...

eh... http://www.youtube.com/watch?v=G_U4OHJxODY

Davíð Hansson Wíum sagði...

Djö er þetta flott, aldurinn fer alls ekki illa með þetta