miðvikudagur, október 04, 2006

Undanþágur

Ísak Máni vill fá nammi á þriðjudegi. Ég segi nei á þeim forsendum að það sé ekki laugardagur, þ.e. nammidagur og því komi það ekki til greina. Hann vill fá undanþágu því að hann er að fara í afmæli til vinar síns og þar verði nammi á boðstólnum. Ég fellst á að veita þá undanþágu og gef honum leyfi til að fá nammi. Hann fer í afmælið, fær sér nammi og kemur heim. Ég tek á móti honum og segi honum að ég hafi gert mistök með því að leyfa honum að fá nammi. Laugardagar væru einu nammidagarnir í vikunni og því hefði hann ekki mátt fá nammi á þriðjudegi. Ég læt hann í mánaðarnammibann af því að hann fékk sér nammi á öðrum degi en laugardegi.

Já, ég er að æsa mig.
Já, ég er að æsa mig yfir kvennaboltanum á Íslandi.

Meira ruglið
.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er náttúrulega þvílíkur skandall og til skammar fyrir KSÍ. LIFI ÍR í úrvalsdeild.

Nafnlaus sagði...

fótbeolti skil ekki......

Nafnlaus sagði...

já, svona er að hafa valdið geta bæði leift og svo refsað fyrir það sem maður sjálfur hefur leift....