föstudagur, október 06, 2006

Spurning um átak

Þegar kreditkortareikingurinn kemur inn um lúguna mánaðarlega þá er alltaf ein lína sem fær mig til að hugsa: "Jæja, nú verð ég að fara að gera eitthvað í þessu máli". Eins og staðan er í dag þá er ég að styrkja ákveðna líkamsræktarstöð hér í bæ um tæpar 3000 kr á mánuði. Veit ekki hversu langt síðan ég mætti, allavega langt. Tók reyndar meðvitaða ákvörðun um að byrja EKKI aftur í byrjun september eins og allir aðrir, taldi sterkt að láta smá tíma líða og byrja aðeins á eftir öðrum. Kannski var það bara afsökun fyrir að mæta ekki strax. Hvað um það, ég held að þessi tími sé kominn. Vandamálið er að ég veit ekkert hvernig ég á að fara að þessu. Að stilla klukkuna á 5:55 eða eitthvað álíka er í alvöru ekki my-thing, þetta var ekki alveg að gera sig fyrir mig. En eitthvað verður maður að gera, þetta er ekki hægt svona. Er búinn að bíta það í mig að ef ég fer léttu leiðina út úr þessu máli, sem væri að hafa samband við þessa líkamsræktarstöð og skila inn kortinu mínu, þá sé ég búinn að tapa. Veit ekki hverju, líklega baráttunni við hreyfingarleysið. Og ég þoli ekki að tapa.

Ég er búinn að skora á sjálfan mig að vera í betra formi næsta sumar en ég var í síðastliðið sumar, úthald og annað var ekki nógu gott. Maður finnur að það er ekki eins gaman í boltanum þegar formið er miður gott. Ekki það að stefnan sé sett á eitthvað ofurform, byrjum á betra formi.

Ég ætla að klára M&M pokana sem ég keypti í fríhöfninni og svo byrja ég.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, það er gott að heyra að það er ekki bara ég sem á erfitt með að byrja aftur, ég hef nefnilega þá ástæðu að það er svo langt að fara og er að bíða eftir að þeir opni stöð sem er nær :-)

Nafnlaus sagði...

Hvað er þetta Davíð minn, ég er búin að marg bjóða þér að koma með mér að smala, þú færð svo gott úthald af því og ekki skemmir að það hefur einhvern tilgang í leiðinni.

Nafnlaus sagði...

Já Dabbi, farðu bara að smala hehehe