þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Endurnýjuð kynni

Loksins hafði maður það af. Mætti í ræktina aftur eftir guð-má-vita-hve-lengi. Ákvað að láta slag standa og peppaði mig upp í að mæta eftir vinnu í dag. Ég hafði talsverðar áhyggjur af þessu, var alveg viss um að það væri komið eitthvað nýtt innritunarkerfi eða eitthvað sem myndi láta mig líta út eins og hálfvita. Sá fyrir mér alltof hressa afgreiðsludömu segja við mig: "Nei, ert þú með gamla kortið, við hættum með það fyrir einhverjum mánuðum. Þú þarft að fylla út nýtt eyðublað og bla bla bla..." En þetta hafðist allt saman, ég stillti mér upp í anddyrinu af minni alkunnu lymsku og létti mjög þegar ég sá gæja fara inn og hélt kunnuglegu korti á lofti. Var líka nokkuð feginn þegar fjandans vélin meðtók kortið mitt og ég komst inn.

Þetta var nú engin djúpstæð æfing, tók 30 mínútur á hlaupabrettinu og teygði síðan á ásamt einum góðum skammti af magaæfingum. En það var fínt að kíkja aftur og taka stöðuna á þessu. Nú er bara að koma sér í form fyrir sumarið, undirbúningstímabilið er byrjað.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ha mættir þú í ræktina en ég fékk ekkert sms um það

Nafnlaus sagði...

Þetta var illa gert af þér gagnvart okkur hinum sem nenna ekki í ræktin (kemst ekki þar sem ég er aldrei heima) er það ekki góð afsökun, kannskimaður verði að fara út að hlaupa til að líta ekki illa út ef maður mætir í fótbolta einhverntíman.