miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Hreyfingarskýrsla febrúarmánaðar

15 dagar í rækt eða bolta af þessum 28 sem í boði eru í febrúar. Þokkalegt held ég, sérstaklega í ljósi þess að fyrsta vikan fór meira og minna í veikindi. Ég vona að þolið sé eitthvað að aukast, ekki minnkar bumban neitt. Það er ljóst að eitthvað verð ég að vera grimmari við mig í átinu. Hef samt ákveðið að fara engar offarir í þessum málum en minnkun á gosdrykkju hefur gengið nokkuð vel. Spurning um að hafa næsta skref að minnka át eftir klukkan 20 á kvöldin og sjá hvað það gerir fyrir sál og líkama. Svo er ekkert annað að gera en að halda áfram í mars.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Spinning í hádeginu og bolti/útihlaup á kvöldin og ekkert kjaftæði...

Já og eitt enn... FORZA INTER

Nafnlaus sagði...

Frábært enda sagði ég að 15 skipti væri bara lágmark. Þá er það marsmánuður þú verður að toppa þetta sko. Ég skora á þig 25 hreyfitímar í Mars og ekkert minna

Nafnlaus sagði...

Frábært enda sagði ég að 15 skipti væri bara lágmark. Þá er það marsmánuður þú verður að toppa þetta sko. Ég skora á þig 25 hreyfitímar í Mars og ekkert minna

Nafnlaus sagði...

Þú sagðir: "20 dagar í febrúar í sprikl er algjört lágmark...."

Ég hlýt þá að vera hálf mislukkaður.