þriðjudagur, júlí 24, 2007

Safngripur

Ég vil nú meina að ég hafi ekki miklar áhyggjur af hækkandi aldri mínum en af einhverjum ástæðum finnst manni aldrei skemmtilegt að vera minntur á aldurshækkunina.

Ég og eldri drengurinn vorum staddir á safni í Stykkishólmi núna í sumarfríinu og vorum að virða fyrir okkur hin ýmsu tæki og tól frá liðnum árum. Allt í einu galar drengurinn upp: „Hey pabbi, var þetta ekki til þegar þú varst lítill?“ Stóð hann fyrir framan ritvél og virti hana fyrir sér með furðu. Ég gat nú ekki neitað þessu en vildi nú meina að þær ritvélar sem ég notaði á sínum tíma hafi nú verið flottari og tæknilegri en þessi græja. Ég fann nú samt að þessi röksemdafærsla var nú ekkert að fegra þetta neitt, við vorum í raun staddir á safni að skoða grip sem ég þekkti vel.

Núna áðan komu svo tvær stelpur og spurðu eftir Ísaki Mána.

Maður verður ekki yngri með degi hverjum, það er ljóst.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

enda komin langt á fertugsaldurinn

Nafnlaus sagði...

Var þetta Silver reed... eða hvað þetta hét nú allt saman

Nafnlaus sagði...

Man ekki hvað mín hét, en EJS var með umboðið. Ég veit við hvern ég tala þegar ég þarf að fá meiri útstrikunarborða.

Nafnlaus sagði...

Held að EJS hafi verið málið með ritvélarnar, minnir að allar 4 eða 5 sem voru keyptar á mínu heimili hafi verið þaðan!!!

Nafnlaus sagði...

Fokk :/

Villi sagði...

Ég lærði fingrasetninguna á eiturgula Brother ritvél - ekki rafknúin. Sú var keypt á Skólavörðustígnum, í Borgarljósum að mig minnir. Ég man að Æ, Ð og Þ takkarnir voru ferlega stífir og verkjaði mig oft í litla fingur hægri handar þegar barist var við stór verkefni. Þessi ritvél hefur líklega verið keypt í skömmu fyrir 1980. Æ, já, those were the days...

Nafnlaus sagði...

Þessi bloggsíða er farin að verða safngripur....

Nafnlaus sagði...

sammála miðverðinum