þriðjudagur, nóvember 27, 2007

Gestkvæmt

Við hverju býst maður þegar gesti ber að garði? Mögulega skemmtilegum samtölum og slúðursögum af sameiginlegum vinum og kunningjum. Ekki kannski alveg að gesturinn taki upp tölvu úr töskunni sinni, breiði makindalega úr sér í sófanum þínum og fari að spila Football Manager af miklum móð. Og að það eina sem heyrist frá þessum gesti er að sófinn þinn sé ekki nógu þægilegur og spurningar um hvar sé best að tengja tölvuna í rafmagn án þess að þurfa mikið að hreyfa sig.

Kannski er þetta bara ég.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég myndi nú segja að þetta væri góður gestur; það þarf ekki að hafa mikið fyrir honum - aðeins gott sæti og innstungu við höndina. Flott mál :-)

Unknown sagði...

Hehehehe hvað er þetta eiginlega... Ég var nú nokkuð umræðuhæfur líka yfir champ líg