laugardagur, nóvember 24, 2007

Með Georgi á jólahlaðborði

Við hjónaleysin skelltum okkur á Broadway í gær, jólahlaðborð á vegum vinnunnar. Einhver George Michael sýning í gangi. Ég var alltaf meira í Duran Duran pakkanum hérna í den en auðvitað var maður með George á hreinu.

Æi, samt var þetta ekkert yfirgengilega æðislegt. Af tvímenningunum fannst mér Friðrik Ómar koma mikið betur út en hinn færeyski Jógvan. Maturinn var svona allt í lagi, hálfgerður mötuneytisfílingur í þessu en maður kvartar ekkert alvarlega.

Eftir showið fórum niður í bæ og enduðum á Vitabarnum þangað til við fórum heim um klukkan 6 um morguninn. Eða ekki.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ertu orðinn snar vankaður??? Hvernig í ósköpunum læturðu plata þig á svona ósóma?? Var uppselt á Ladda sýninguna?

Jesús minn.