sunnudagur, nóvember 18, 2007

Jólaundirbúningurinn

Hérna er jólaundirbúningurinn hafinn með öllu sínu piparkökuáti. Reyndar eru við löngu byrjuð að éta piparkökur en eftir þrýsting frá börnunum var farið í að skreyta þær aðeins. Aðkeyptar piparkökur, menn eru ekki farnir að baka hérna.
Reyndar er undirbúningurinn ekki kominn það langt að við séum farin að skreyta nokkuð, menn eru ekki alveg búnir að missa það þótt við séum búin að sletta smá drullukremi á nokkrar piparkökur. Við erum ekki einu sinni búin að fara í nýju dótabúðirnar...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er bannað að borða allar kökurnar áður en ég kem í heimsókn