fimmtudagur, mars 26, 2009

Ekki minnkar ríkidæmið


Drengur: 4260 gr - 17 merkur - 53,5 cm - höfðumál 37,5 - kl. 12:55

Sem betur fór þá fór þetta af stað á náttúrulegan máta. Sigga fór að finna fyrir einhverjum verkjum um klukkan 02:30 í nótt, ekki það að ég hafi orðið neitt var við það. Síðan um klukkan 06:30 var ljóst var í hvað stemmdi. Hafsjór af reynslu í þessum efnum náðum við að halda ró okkar og drengirnir tveir voru græjaðir í skóla og leikskóla. Tekið því rólega í smátíma heima áður en við ákváðum að skutlast upp á spítala, vorum komin þangað um kl 09:30. Þegar við komum var ein ljósmóðirin að mæta til vinnu og það var sú sem sá um okkur og svo skemmtilega vildi til það var sama og tók á móti Loga Snæ, frábær kona.


Allt leit vel út, Sigga náði að slappa nokkuð vel af, belgurinn sprengdur um kl. 12:30 og 25 mínútum seinna var þriðji prinsinn mættur. Engin mænudeyfing og ekki neitt og mér fannst við vera rétt komin þegar litli drengurinn var allt í einu kominn í fangið á manni. Sigga ótrúlega spræk, þrátt fyrir að vera eðlilega frekar þreytt en allt mjög afslappað. Hinir tveir tóku alveg svakalegan tíma þegar þeir komu í heiminn, send heim aftur í tilfelli Loga og allt mjög langt ferli og erfitt. Núna dúlluðum við okkur niður í Hreiðrið þegar allt var afstaðið, nokkuð sem við höfðum ekki prófað áður, voða næs. Ég náði svo í strákana og þeir fengu að kíkja á nýjasta meðliminn, voru bara mjög sáttir. Við Ísak og Logi fórum svo bara heim en Sigga fær að slappa af þarna þangað til á morgun en kemur þá heim, allir sáttir.


Maður er svona að ná þessu. Hef sagt þá áður og segi það enn, stundin þegar börnin manns draga andann í fyrsta sinn og láta heyra í sér...

...ómetanlegt.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æðisleg hópmynd, hlakka mikið til að kikja í heimsókn í Eyjabakkann og sjá nýustu viðbótina
Kossar og knús frá okkur öllum norðan heiða

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með littla prinsinn, flottur strákur og frekar stoltir stórubræður. Knús og kossar frá Ingu og Gunna í Köben

Nafnlaus sagði...

Til lukku með nýjasta prinsinn!! Þið eruð sko aldeilis rík.... Bestu kveðjur til ykkar allra hérna úr hinum enda blokkarinnar. Krissa

Villi sagði...

Til hamingju. Frábært hvað allt gekk vel.

Nafnlaus sagði...

Snilldin ein. Til hamingju öll.

Tommi, Rúna og Kristján Freyr

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju! Strákager er þetta orðið!:D