þriðjudagur, ágúst 24, 2010

Ekki nýr af nálinni

Ég er búinn að vera sprikla með 30+ ára liði Fylkis í sumar, svokallað Old-boys. Árangur liðsins mjög slappur, fyrsti sigurinn kom í kvöld í sjöundu tilraun sumarsins, en það hefur samt verið ágætisgleði í þessu og það skiptir víst ekki minna máli.

Svo var það um daginn að það var úrvalsdeildarleikur í beinni útsendingu í sjónvarpinu og Fylkir var að spila. Ég var inní eldhúsi þegar Logi Snær kemur úr stofunni.

Logi Snær: „Pabbi, liðið sem þú spilar með er að spila núna í sjónvarpinu, bara núna í alvörunni.“

Pabbinn: „Ef Fylkir er að spila núna og ég spila með Fylki, af hverju er ég þá ekki að spila?“

Logi Snær (hlær dátt): „Pabbi, þú ert ekki í Pepsi-deildinni, þú spilar bara með gömlu körlunum. Þetta eru nýju karlarnir.“

1 ummæli:

Tommi sagði...

Hahahahahahaha snillingur