mánudagur, ágúst 23, 2010

Grænir fingur


Ísak Máni var með skika í skólagörðunum þetta sumarið, nokkuð sem við höfðum ekki reynt áður. Þessu fylgdi nokkur vinna, m.a. að vökva, reyta arfa og önnur tilfallandi verkefni. Það verður að viðurkennast að ég kom nú ekki mikið nálægt þessu, móðir hans var öflugari í að aðstoða drenginn enda þekki ég varla mun á einhverjum dýrindis kryddjurtum og hefðbundnum arfa. En ég þurfti að fara með honum til að ná í megnið af uppskerunni í síðustu viku, að undanskildum kartöflunum sem fyrrnefnd móðir var búin að redda. Mér til mikillar gleði fékk Ísak Máni góða aðstoð frá starfsmanni garðanna og því var ekki mikil mold sem endaði undir nöglunum á mér. Þegar heim var komið sá Ísak Máni um að skola uppskeruna, sem var nokkuð góð held ég bara.

Salatblað, einhver?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er aldeilis flott uppskera hjá drengnum.
Kv
Haraldur

Jóhannan sagði...

girnó :))