miðvikudagur, ágúst 25, 2010

Í 1. bekk

Þá kom loksins að því að Logi Snær byrjaði í skólanum, fyrsti dagurinn í dag. Hann fór reyndar í viðtal til kennarans á mánudaginn en í dag byrjaði alvaran. Allt gekk þetta vel en það var ekki laust við það að það hafi verið þreyttur drengur sem lagðist á koddann í kvöld.

Eitthvað skildi hann þó ekki vesenið í pabba sínum í morgun sem þurfti endilega vera að þvo honum í framan og laga til hárið hans. Drengurinn lét þetta gullkorn flakka við það tilefni:
„Pabbi, ég þarf ekki að vera fínn á fyrsta skóladaginn, ég þarf bara að vera ég.“

Þetta er náttúrulega alveg priceless.

1 ummæli:

jóhanna sagði...

awwww sæti sæti skólastrákur :)