sunnudagur, ágúst 15, 2010

Í ÍR-treyjunni í fyrsta sinn

Þá getur maður sagt að maður sé formlega farinn að endurupplifa sig. Logi Snær tók þátt í sínu fyrsta alvöru fótboltamóti í dag. 8. flokkur ÍR tók þátt í Atlantis-mótinu á vegum Aftureldingar en spilað var á Tungubökkum. Veðurspáin var ekki alveg nógu þurr þannig að það setti smá hnút í fullorðna fólkið í fjölskyldunni.


Mæting 08:50 í morgun sem small ótrúlega vel við dagskrána hans Ísaks Mána en hann var að fara í síðasta daginn í Úrvalsbúðir KKÍ, upp í Grafarvogi. Tveir leikir í röð hjá Loga Snæ í þokkalegu veðri og svo kom tæplega tveggja tíma bið í síðari tvo leikina. Sá tími nýttist í að skjótast eftir Ísaki og taka sér smá pásu upp í Bröttuhlíð. Veðrið var orðið heldur verra í síðari hlutanum en með réttum útbúnaði hafðist þetta allt saman.


Logi Snær var helsáttur enda fyrsta medalían í höfn, nokkuð sem hann er búinn að tala lengi um. Sigurhlutfallið var ekkert sérstakt en strákurinn setti þrjú mörk, eitt þeirra má sjá -HÉR- og skemmti sér vel, um það snýst þetta fyrst og fremst.

1 ummæli:

Inga sagði...

Logi Snær er lang flottastur :-)