Síðasti dagur jóla í dag. Venjan hefur verið að fara upp í Mosó á þessum tímamótum til að fylgjast með brennu og flugeldasýningu sem hefur yfirleitt verið af glæsilegri gerðinni. En ekki í kvöld.
Mælirinn í bílnum sýndi þegar verst var í dag -11 gráður. Rokið sem fylgdi með og nísti alveg inn að beini var heldur ekki að auka stemminguna. Fór svo að langflestum þrettándahátíðarhöldum var frestað á landinu, líka í Mosó.
Ég var alveg rólegur, þetta þýddi að við Ísak Máni gátum farið á ÍR - Keflavík í körfunni sem var í kvöld. Því miður fyrir okkur voru heimamenn niðurlægðir af gestunum sem settu upp hálfgerða flugeldasýningu. Saga tímabilsins so-far, og fallsæti staðreynd eftir leiki kvöldsins.
Flugeldasýningin í Mosó verður í staðin á sunnudaginn.
fimmtudagur, janúar 06, 2011
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli