Við Logi Snær fórum í bíó í kvöld, nýju Jack Black-ræmuna. Vinnan var að plögga einhverja forsýningu og við kíktum, Ísak Máni var ekkert sérstaklega spenntur fyrir þessu og svo var körfuboltaæfing á sama tíma sem hann vildi ekki fórna. Ekkert sérstakt um þessa mynd að segja svo sem, fer nú ekki á spjöld sögunnar sem eitthvað stórvirki. Málið var hins vegar að hún er í þrívídd. Svona eftir á er ekki alveg hægt að skilja það, nema þetta trend að setja í þrívídd svo það sé ekki sama fjörið að bootlegga myndinni. Mér fannst eiginlega meira fjör að horfa á trailerinn af nýju Ice Age myndinni sem var sýndur á undan í þrívíddinni heldur en Jack og co. Svo fannst mér hálffurðulegt að glápa á þetta með gleraugum.
En það er ástæðan fyrir því að ég er búinn að vera klóra mér í hausnum í allan dag. Er þetta virkilega í fyrsta sinn sem ég fer á þrívíddarmynd í bíó? Ísak Máni flissaði mikið þegar við vorum að ræða þetta og þegar Logi Snær var spurður hvað hann hefði oft farið á þrívíddarmynd í bíó sagði hann bara: „Pabbi! Svona milljón sinnum.“
Þegar ég hugsa þetta þá hefur maður ekki verið að fara mikið í bíó síðustu misserin, ekki sá maður Avatar og hvað þetta heitir allt saman, en það hlýtur samt að vera einhver sem ég er að gleyma.
Verð að sofa á þessu.
miðvikudagur, janúar 05, 2011
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ef það er einkunn huggun þá hef ég heldur aldrei farið á 3víddar bíó :)
Sá mína fyrstu og einu þrívíddarmynd í Borgarbíói í Kópavogi árið 1980. Bít Þat!
Skrifa ummæli