mánudagur, janúar 31, 2011

Boltahelgi

Helgin var nettur bolti. Ég eyddi þremur tímum í Smáralindinni á laugardeginum en fór bara inn í tvær búðir sem hlýtur að vera eitthvað met. Hvar er boltinn í því? Jú, KKÍ var með einhverja hátíð í kringum 50 ára afmæli sambandsins í Vetrargarðinum. Þar var búið að setja upp nokkrar körfur og gestir og gangandi gátu chillað þar inn á milli leikmanna sem spila í efstu deild karla og kvenna. Ísak Máni og Andri Hrafn, félagi hans, voru þarna í góðum gír á meðan ég fylgdist með úr fjarlægð og gúffaði í mig afmælisköku með reglulegu millibili og fékk það sömuleiðis staðfest sem mig hafði alltaf minnt, Coke Zero er ódrekkandi viðbjóður. Þriggjastiga skotkeppni og Solla striða á kantinum, eðalstöff.


Á sunnudeginum var Ísak Máni að keppa í Póstmótinu í körfubolta, þ.e. fyrir hádegi en eftir hádegið átti hann að mæta í æfingaleik upp á Leiknisvöll í Baráttuna um Breiðholt, Leiknir - ÍR. Fallega liðið í Breiðholtinu rúllaði því upp og Ísak Máni á því enn eftir að lúta í gras fyrir Barcelona-wanna-be-inu á ferlinum. Það var því hægt að glotta út í annað yfir þessari ömurlegu veggskreytingu þarna í félagsheimilinu þeirra sem fer alltaf jafnmikið í mig.


Logi Snær var á þessum tíma með mömmu sinni upp í Egilshöll því þar var 7. flokkurinn að spila æfingaleik við Val. Þar eru menn enn bara slakir hvað úrslitin varðar, bara gaman að spila bolta. Sem er besta mál.

Daði Steinn? Hann fékk að fara upp í Mosó til ömmu og afa enda orðinn lasinn. Ekki í fyrsta sinn þennan vetur.

Engin ummæli: