Á sunnudeginum var Ísak Máni að keppa í Póstmótinu í körfubolta, þ.e. fyrir hádegi en eftir hádegið átti hann að mæta í æfingaleik upp á Leiknisvöll í Baráttuna um Breiðholt, Leiknir - ÍR. Fallega liðið í Breiðholtinu rúllaði því upp og Ísak Máni á því enn eftir að lúta í gras fyrir Barcelona-wanna-be-inu á ferlinum. Það var því hægt að glotta út í annað yfir þessari ömurlegu veggskreytingu þarna í félagsheimilinu þeirra sem fer alltaf jafnmikið í mig.

Logi Snær var á þessum tíma með mömmu sinni upp í Egilshöll því þar var 7. flokkurinn að spila æfingaleik við Val. Þar eru menn enn bara slakir hvað úrslitin varðar, bara gaman að spila bolta. Sem er besta mál.
Daði Steinn? Hann fékk að fara upp í Mosó til ömmu og afa enda orðinn lasinn. Ekki í fyrsta sinn þennan vetur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli