laugardagur, ágúst 20, 2011

Breiðholtið er blátt og hvítt - lalalalala

Stórslagur í Breiðholtinu í gær, Leiknir-ÍR, aka Baráttan um Breiðholt og menn láta nú ekki svoleiðis viðburð fram hjá sér fara. Leikurinn á sama stað í fyrra var enn í bakhöfðinu en þá töpuðum við og Leiknir var hársbreidd frá því að fara upp í efstu deild. Núna var raunveruleikinn annar, bæði lið í bullandi botnbaráttu og með sigri gat ÍR komið sér í þægilegri stöðu og nánast sent nágranna niður. Á móti myndi sigur Leiknis þýða að þessi „systrafélög“ sætu saman með jafnmörg stig og allt upp í loft. Ef ÍR-ingar hefðu átt í einhverjum vandræðum með að peppa sig upp fyrir leikinn þá hefði ein leið að vera fara inn á heimasíðu Leiknis og lesa pistilinn fyrir leik:

Þegar kvölda tekur koma ÍR ingar í heimsókn í miklum botnsslag í 1.deild karla. Leiknismenn mæta galvaskir til leiks gegn ÍR sem hefur átt mjög slöku gengi að fagna undanfarnar vikur og lent í ströglinu.Við aftur á mótum erum einnig búnir að tapa síðustu 3 leikjum og er sannlega þörf fyrir að snúa því gengi við í kvöld.

Leiknismenn verða án Eggerts Rafns Einarssonar sem er meiddur en aðrir leikmenn ættu að vera tiltækir í leiknum. Það er því nokkuð stærri hópur sem mætir í þennan leik en þann síðasta. Kristján Páll snýr til baka úr leikbanni og Brynjar Hlöðversson og Þorgeir Leó koma til baka úr veikindum.

Hjá ÍR eru að mér skilst flestir leikfærir en þeirra langbestu leikmenn Árni Freyr Guðnason sem hefur nú veitt okkur margar skráveifurnar um tíðina og markvörðurinn Róbert Örn verða báðir með.

Leikurinn í kvöld er vissulega mikilvægur uppá framhaldið. Með sigri okkar manna komumst við úr botnsæti en tapi liðið má segja að kraftaverk þurfi til að halda okkur í deild þeirra næstubestu. Sama hvernig fer þá er Leiknir og verður stolt Breiðholtsins. Meðan áhangendur ÍR virðast skjótast úr skúmaskotum þegar leikið er gegn Leikni mætir alltaf sami góði kjarninn af Leiknisfólki. Þegar ÍR ingar brýna raust sína tvívegis yfir árið og þá bara gegn Leikni, þá hvetjum við okkar menn í hverjum leik. Ef við sigrum í dag þá gleðjumst við en ef við töpum og jafnvel föllum í haust þá berjumst við saman að því að byggja áfram upp fallegt félag. Þess vegna mun enginn einn leikur breyta því sem allir vita að við erum um ókomna tíð, Leiknir stolt Breiðholts!


Hroki.is? Skiptir engu máli því þetta fór nú á besta veg, a.m.k. frá mínum bæjardyrum séð. 0:2 í hálfleik og allt í góðum málum en Leiknir minnkaði muninn í síðari hálfleik sem hleypti fullmikilli spennu í þetta en ÍR náði að landa þessu.
Stemming í stúkunni og var hún meiri gestamegin heldur en hjá heimaliðinu, ólíkt árinu áður. Leiknir á enn tölfræðilega möguleika á að bjarga sér en virðast vera á leið niður í 2. deild eða eins og ein pillan sem flaug úr gestastúkunni í gær: „Leiknir er alveg að falla fyrir okkur...“ Ég væri nú svo sem alveg til í að sjá þessi grey uppi kannski á kostnað Gróttu því leikir þessara Breiðholtsliða eru alltaf extraspes, en ég missi engan svefn yfir þessu. Á meðan ÍR endar ekki í öðruhvoru fallsætinu þá er mér sléttsama.

1 ummæli:

Tommi sagði...

Grundarfjörður - Leiknir á næsta ári???