sunnudagur, ágúst 14, 2011

Ísak Máni á Íslandsmóti

Það færist hér til bókar á ÍR vann Leikni 4:0 í B-riðli B-liða á Íslandsmótinu hjá 5. flokk karla á núna á föstudag. Ísak Máni er nú ekki mikið í því að skora mörk og ekki komu þau hjá honum núna en mikið langaði honum. Fékk tvö fín færi, sem gerist heldur ekki oft, en það hafðist ekki. Átti þó stoðsendingu í einu markinu og sendingu á þann sem gaf stoðsendinguna í tveimur (er þetta ekki einhver tölfræði sem menn í henni Ameríku halda utan um?). Strákurinn er því væntanlega að ljúka 7-manna boltaferlinum án þess að hafa tapað fyrir Leikni og það er ágætt fyrir sálartetrið, a.m.k. ef þú heldur með ÍR. Annars hefur Ísak Máni fengið smá smjörþef af B-liðinu en er venjulega í C-liðinu. Vitaskuld vilja menn vera í efri hluta goggunarraðarinnar og ég tala nú ekki um þegar B-liði er í toppbaráttu í sínum riðli á meðan C-liðið siglir lygnan sjó. Reyndar fór nú svo að hann var færður aftur í C-liðið í lokaleik riðlakeppninnar sem fór fram í dag á Hlíðarenda. B-liðið er komið í úrslitakeppnina á meðan C-liðið hefur lokið leik og það verður að teljst ólíklegt að hann nái inn í B-liðs hópinn. Hann hefði væntanlega alveg verið til í að spila í úrslitum núna eins og í fyrra. Kemur í ljós síðar.

Engin ummæli: