fimmtudagur, ágúst 25, 2011

Unglingurinn - Fyrsti hluti að hefjast í alveg hreint mögnuðum þríleik

„Pabbi, ég á svo lítið af buxum. Ég er að spá í einar sem ég ætla að skoða aðeins betur.“
Þögn.
„En þær kosta reyndar 18.000 kr.“

Pabbinn reynir að halda kúlinu og spyr í gamansömum tón: „18.000 kr, það hlýtur þá að vera gott í þeim.“ En í raun var karlinn nánast að falla í yfirlið.

Fyrsti parturinn af þremur, ég festi bara beltin og reyni að skauta í gegnum þetta.

1 ummæli:

Jóhanna sagði...

Carhart´s buxur er nátturulega bara mega töff. Þú verður að splæsa í svoleiðis fyrir unglinginn sko ;)