miðvikudagur, ágúst 03, 2011

Daði Steinn leikskóladrengur

Daði Steinn byrjaði í leikskóla í dag, á Fálkaborg. Ísak Máni og Logi Snær voru báðir á Arnarborg en við ákváðum að prufa nýja stað með þann minnsta. Reyndar voru þessar stofnanir sameinaðar eða yfirstjórn þeirra a.m.k. þannig að það er hægt að segja að þetta sé sama tóbakið en í raun er það ekki. Sigga sér um aðlögunina í þetta skiptið, hún fær að leika sér með litlu börnunum fram á föstudag en frá og með mánudeginum er drengurinn á eigin vegum.

Endum þessa videóviku með broti af leikskóladrengnum um helgina, í boltaleik. Hvað annað?

Engin ummæli: