mánudagur, ágúst 01, 2011

Verslunarmannahelgin 2011

Það stefndi nú ekki í mikla ferðamennsku þegar nær dró verslunarmannahelginni, rigningarspá um flest allt land og ég var ekki að sjá mig keyra til Egilsstaða eða eitthvað álíka til að komast í sól. Okkur stóð til boða að kíkja til Ingu og co í Úthlíð en það yrði nú aldrei nema dagstúr þannig að við tókum hinn kostinn, að fá bústaðinn í Baulumýri lánaðan. Þriðji kosturinn var vitaskuld að taka bara höfuðborgina á þetta en við ákváðum samt að taka sénsinn á sveitinni.
Pökkuðum nóg af pollafötum og engum stuttbuxum (nema sundfötum) og héldum af stað á laugardagsmorgni. Þegar í sveitina var komið var brostið á með þvílíkri blíðu. Laugardagurinn var því bara notaður í léttklætt pallachill og lækjasull, misgáfulegt þó eins og okkar er von.

Eins og hendi væri veifað skall svo á með rigningu um kvöldmatarleytið bara svona rétt til að bleyta upp í sveitinni því það hætti aftur mjög fljótlega, stóð yfir rétt áður en farið var að grilla. Sunnudagurinn fór í berjatínsluferð og almenna afslöppun, hlýtt veður en aðeins vindur með því.
Héldum heim á leið fyrir hádegið í dag því við ákváðum að nota tækifærið og uppfylla eina ósk hjá drengjunum sem var að fara í sund í Borgarnesi. Eftir sundferðina hentum við í okkur sveittum vegasjoppuborgurum í Hyrnunni áður en lagt var svo af stað heim með fulla tösku af ónotuðum stígvélum og pollafötum.

Karlinn að fara að vinna á morgun og Daði Steinn að byrja í leikskóla á miðvikudag þannig að það styttist í hefðubundnu rútínuna.

Engin ummæli: