miðvikudagur, ágúst 08, 2012

Súkkulaðigæinn

Draumurinn um smá bling hjá Loga Snæ rættist í dag.  Einhverjir af félögunum með svona og hann var eitthvað búinn að óska eftir einu svona stykki.  Hann var ekkert að bakka með þetta og því var bara látið reyna á þetta og sjá hvernig þetta færi.  Drengurinn var alveg rólegur með þetta framan af en varð greinilega smá smeykur þegar hann var kominn í stólinn, búið að merkja skotmarkið og verkfærið komið á loft.  „Byssuskyttan“ gerði reyndar vel í að vera ekkert að flagga græjunni of mikið enda greinilega gert þetta áður.  Ég held að óttinn hafi eitthvað magnað upp sársaukann en töffarinn missti aðeins kúlið eftir þetta og bara sig illa, „ég ætla aldrei að gera þetta aftur“ kom uppúr honum hálfsnöktandi. En menn komust nú fljótlega yfir þetta versta, það er eins og þeir segja:  Beauty is pain...

1 ummæli:

Gulla sagði...

Flottur gaur :-)