sunnudagur, janúar 29, 2006

Í sófanum

Sit hérna upp í sófa á sunnudagsmorgni. Er hálfaumur í skrokknum en Vatnsberarnir voru að spila á móti í Risanum í Hafnarfirði í gær. Stóðum okkur nokkuð vel, 10 liða mót en við töpuðum leiknum um 3ja sætið á svokölluðu gullmarki eftir að við höfðum vaðið í færum en mótherjar okkar í þeim leik voru Markaregn sem eru að fara í 3ju deildina í sumar.

Ég hafði aldrei komið í Risann en eftir að hyggja skil ég ekki nafnið á kofanum, nema að þetta eigi að vera eitthvað grín. Þetta er aðeins of lítið hús, er ekki alveg stór völlur í fullri stærð. Ég get ekki að því gert að þetta minnir mig óneitanlega á íþróttahúsið í Grundarfirði, sem er ekki alveg einn handboltavöllur. Það var orðið oflítið tveimur vikum eftir að það var tekið í notkun. Skil ekki svona “sparnað”.

Endursýningin á Júróvision er að rúlla í geng í imbanum. Þetta er snilldarsjónvarpsefni, keppni í söng, getur það klikkað? Umbúðirnar er flottar en innihaldið .... æi, þetta er eitthvað voða dapurt allt saman. Hef eiginlega meira gaman af spurningakeppninni þarna á undan. Eitt mesta slys í Júróvisionsögu Íslands var að senda ekki Botnleðju hérna um árið. Grínlaust. Ég er alltaf að sannfærast um það meir og meir. Hafði ekki heyrt það í nokkurn tíma en heyrði það svo í útvarpinu um daginn og ég verð að segja að það er alveg fantagott lag. Annars er ég ekkert að missa svefn yfir þessari keppni, maður glápir líklega á þetta með öðru eins og venjulega.

Engin ummæli: