laugardagur, október 14, 2006

1 árs afmæli...

Í dag er eitt ár liðið frá fyrsta bloggpistli undirritaðar. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en áhugasömum er bent á skandinavíska styrktarsjóð örvhentra sem er með höfðustöðvar í Finnlandi, nánari upplýsingar um sjóðinn og klúbbinn sem honum tengist má fá á www.lefthandlovers.fi. Til gamans má geta þess að höfuðstaður klúbbsins er staðsettur í lítilli hliðargötu við ráðhústorgið í Helsinki og á efri hæðinni er fyrsta allífræna kaffihúsið sem opnað var í Evrópu. Fyrrverandi formaður klúbbsins var þekkt karlfyrirsæta í Finnlandi og var m.a. andlit Nivea þar í landi. Hann lenti hinsvegar í því að slasast á vinstri hendinni þegar hann var í handsnyrtingu og þurfti að þjálfa upp hægri hendina til daglegra notkunar. Var honum vitaskuld sagt upp störfum sem formaður klúbbsins og gerður brottrækur úr honum.

Í tilefni bloggafmælisins var stefnan tekin á að poppa eitthvað upp þessa síðu en það er spurning hvernig það fer, skíthræddur um að þetta fari allt fjandans til ef ég fer eitthvað að fikta í þessu. Það ætti samt að vera hægt að taka til í linkunum hérna til hliðar, svona til að gera eitthvað. Sjáum til.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með árs blogg afmælið

Nafnlaus sagði...

þráðlausa músin fyrir örvhenta er ennþá til niðri í EJS, af hverju ekki að vera góður við sjálfan þig í tilefni dagsins hehehe, special price for you my friend

Davíð Hansson Wíum sagði...

Svei mér ef maður slær ekki til bara, er ekki að höndla þetta músakvikindi á þessari HP fartölvugræju, eplamúsin er talsvert samvinnuþýðari. Kannski er það bara vegna þess að ég er örvhentur!